Fréttir


Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu að berast - prjónahúfa og Success in Soccer til þeirra sem greiða fyrir 10. október

20-07-2009
Nú fer knattspyrnuþjálfurum um allt land að berast greiðsluseðill vegna félagsgjaldsins fyrir árið 2009. Stjórn KÞÍ vonar að félagsmenn bregðist jafn vel við og hingað til og greiði greiðsluseðilinn sem allra fyrst. Allir þeir sem greiða félagsgjaldið fyrir 10. október 2009 munu fá  vandaða prjónahúfu með merki KÞÍ á og eitt eintak af tímaritinu Success in Soccer sem er tímarit um knattspyrnuþjálfun.
Á aðalfundi félagsins í fyrra kom fram að unnið væri að því að láta eitthvað fylgja félagsgjaldinu eins og undandfarin ár, og telur stjórn KÞÍ að með þessu sé verulega verið að koma á móts víð félagsmenn, sem reyndar hafa staðið vel við bakið á félagi sínu fram að þessu. Í fyrra greiddu 322 knattspyrnuþjálfarar víðsvegar að af landinu félagsgjaldið og vonumst við eftir jafn góðum viðbrögðum í ár, þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu. Húfunni og tímaritinu verður síðan komið til félagsmanna með pósti eins fljótt og mögulegt er.  Stjórn KÞÍ óskar að endingu öllum félagsmönnum sínum góðs gengis í sumar og vonar að þeir verði félagi sínu til sóma á knattspyrnuvöllum landsins.

Samstarfsaðilar