Fréttir


Ráðstefna á vegum UEFA í Kiev í Úkraínu

01-08-2009

Í fyrra samþykkti KSÍ að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA sem verður í gangi næstu 4 árin. Verkefnið kallast "UEFA study scheme" og snýst um að hjálpa aðildarþjóðum UEFA að læra af hvoru öðru á sviði kvennaknattspyrnu, knattspyrnu yngri flokka, grasrótarfótbolta og þjálfaramenntunar.

Nú þegar hefur KSÍ sent fulltrúa til Sviss, Finnlands og Noregs vegna þessa verkefnis.  Dagana 5. - 8. ágúst n.k. mun fjórða verkefnið sem KSÍ sendir fulltrúa á verða haldið í Kiev í Úkraínu.  KSÍ bauð Knattspyrnuþjálfarafélagi  Íslands að nýta sér þetta góða boð og samþykkti stjórn KÞÍ að þiggja boðið.  Haldið verður til Úkraínu mánudaginn 4. ágúst og komið aftur heim föstudaginn 8. ágúst.  Stjórn KÞÍ ákvað að stjórnarmönnum KÞÍ stæði til boða að fara og sætin sem eftir væru færu til landshlutatengiliða KÞÍ og yrði raðað eftir fjölda ára sem viðkomandi hefði starfað sem slíkur fyrir KÞÍ.  Ekki gátu allir þeir sem kost áttu þekkst boðið og var þá leitað til næsta í röðinni, en þeir sem fara á ráðstefnuna í Kiev eru.
 
Sigurður Þórir Þorsteinsson - formaður KÞÍ
Ómar Jóhannsson - gjaldkeri KÞÍ
Úlfar Hinriksson - ritari KÞÍ
Arnar Bill Gunnarsson - spjaldskrárritari KÞÍ
Þórir Bergsson - meðstjórnandi KÞÍ
Ólafur Jósefsson - landshlutatengiliður KÞÍ á Suðurlandi
Jón Hálfdán Pétursson - landshlutatengiliður KÞÍ á Vestfjörðum
Gísli Sigurðsson - landshlutatengiliður KÞÍ á Norðurlandi vestra
Tryggvi Þór Gunnarsson - landshlutatengiliður KÞÍ á Norðurlandi eystra
Árni Ólason - landshlutatengiliður KÞÍ á Austurlandi
 
 

Samstarfsaðilar