Fréttir


Vel heppnuð ferð til Ukraínu

10-08-2009
Hluti stjórnar og landshlutatengiliða KÞÍ hélt til Kiev í Úkraínu mánudaginn 5. ágúst s.l. og dvaldi til föstudagsins 8. ágúst og tók þátt í verkefni á vegum UEFA sem kallast "UEFA study scheme" og snýst um að hjálpa aðildarþjóðum UEFA að læra af hvoru öðru á sviði kvennaknattspyrnu, knattspyrnu yngri flokka, grasrótarfótbolta og þjálfaramenntunar. 

 

Þetta var fjórða verkefnið sem KSÍ sendir fulltrúa á og KSÍ bauð Knattspyrnuþjálfarafélagi  Íslands að nýta sér þetta góða boð og samþykkti stjórn KÞÍ að þiggja boðið.  Stjórn KÞÍ ákvað að stjórnarmönnum KÞÍ stæði til boða að fara og sætin sem eftir væru færu til landshlutatengiliða KÞÍ og yrði valið eftir fjölda ára sem viðkomandi hefði starfað fyrir KÞÍ.  Ásamt Íslandi voru fulltrúar frá Georgíu og Kazakstan meðal þátttakenda.  Ferðin tókst í alla staði mjög vel og var almenn ánægja meðal þátttakenda.  Skýrslu frá ferðinni má sjá hér neðar.
 

Samstarfsaðilar