Fréttir


KSÍ þjálfaranámskeið í haust 2009

19-08-2009

Núna stendur yfir undirbúningur hjá fræðsludeild KSÍ fyrir þjálfaranámskeiðin sem fyrirhuguð eru nú á haustmánuðum.

Skráning opnar þremur vikum fyrir námskeiðin. Þeir sem vilja fá tölvupóst þegar opnað verður fyrir skráningu er bent á að skrá sig á póstlista KSÍ hér: http://www.ksi.is/fraedsla/postlisti/

Ekki var hægt að hafa KSÍ I námskeið helgina 25.-27. september eins og fyrirhugað var vegna lokaumferða í Pepsi-deildum karla og kvenna sem fara fram 26. og 27. september.

Dick Bate, elite coaching manager hjá enska sambandinu, kemur hingað til lands og heldur námskeið fyrir landsliðsþjálfara, UEFA A þjálfara og jafnvel opin fyrirlestur fyrir alla þjálfara.

Ef félög á landsbyggðinni óska eftir að fá til sín námskeið er þeim bent á að hafa samband við Dag Svein Dagbjartsson í fræðsludeildinni í síma 510-2977 eða með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is. Félögin sjá þá um að skaffa a.m.k. 12 þátttakendur.

Upplýsingar um dagsetningar þjálfaranámskeiða


Samstarfsaðilar