Fréttir


Fræðslukvöld ÍSÍ fimmtudaginn 24. september

18-09-2009

Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ í Reykjavík haustið 2009 verður haldið fimmtudaginn 24. september næstkomandi frá kl. 17.00-21.00.  Fræðslukvöldið er öllum opið og er jafnframt liður í 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ, almenns hluta. 

Efnið sem farið verður yfir að þessu sinni er „Skipulag þjálfunar“.  Það hentar einkar vel þeim sem eru að starfa við íþróttaþjálfun í hinum ýmsu greinum íþrótta burt séð frá aldri. 

Fjöldamörg atriði sem hafa þarf í huga við skipulagningu þjálfunar eru skoðuð, m.a. söfnun upplýsinga, markmiðssetning, eftirlit, mat, próf, lífsstíll, aðstaða/umhverfi, tengslahæfni, afkastagreining, sérhæfing, þjálfunarmagn, þjálfunarálag, hvíld o.fl.

Fræðslukvöldið verður haldið í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og er skráning á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Skráningu þarf að vera lokið þriðjudaginn 22. september næstkomandi.  Þátttökugjald er kr. 3.500.- per þátttakanda.

Allar frekari upplýsingar fást hjá sviðsstjóra fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.


Samstarfsaðilar