Fréttir


Dragan Stojcanovic þjálfar Þór/KA áfram

21-09-2009
Þór greindi frá því á vefsíðu sinni í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við Dragan Stojanovic þjálfara Þór/KA um að hann haldi áfram þjálfun liðsins næsta árið.   Lið Þór/KA hefur heldur betur blómstrað undir stjórn Dragans. Á síðasta tímabili náði lið Þór/KA góðum árangri er liðið hafnaði í 4. sæti. Þegar einn leikur er eftir af tímabilinu, hefur liðið þegar bætt árangur síðasta árs svo um munar.
Liðið fór alla leið í úrslit í Lengjubikarsins og hafði betur gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum sjálfum. Sem stendur situr liðið í þriðja sætinu með 36 stig og á enn möguleika að ná öðru sætinu með hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum.

Annað sætið gefur sæti í Meistaradeild kvenna á næstu leiktíð svo búast má við því að allt verði lagt í sölurnar til að tryggja það í lokaleiknum gegn KR á KR-velli á sunnudag.

Samstarfsaðilar