Fréttir


Rúnar hættur hjá HK

22-09-2009

Rúnar Páll Sigmundsson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK þar sem hann mun ætla að flytja til Noregs.  Fram kemur á mbl.is í dag að þetta hafi verið tilkynnt leikmönnum nú í hádeginu.

Þá mun koma til greina að Rúnar Páll taki við þjálfun Levanger sem leikur í norsku 2. deildinni.

Rúnar tók við HK um mitt síðasta tímabil en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli. Undir hans stjórn varð liðið í þriðja sæti 1. deildarinnar sem lauk um síðustu helgi.
 


Samstarfsaðilar