Fréttir


Samkoma knattspyrnumanna 2009

24-09-2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói mánudaginn 5. október næstkomandi. 

Formleg dagskrá hefst kl. 18:00, en húsið opnar kl. 17:30 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar en gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 20:30.  Veitt verða eftirfarandi verðlaun og viðurkenningar:

 

Verðlaun og viðurkenningar KSÍ 2009

 • Bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna
 • Efnilegustu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna
 • Besti dómari í Pepsi-deild karla
 • Verðlaunafé til liða í Pepsi-deildum karla og kvenna
 • Verðlaunafé til liða í VISA-bikar karla og kvenna
 • Lið ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna
 • Þjálfari ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna
 • Stuðningsmannaverðlaun ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna
 • Prúðmennskuverðlaun í Pepsi-deildum karla og kvenna
 • Markahæstu leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna
 • Auk þessa verða mörk tímabilsins valin.

Leikmönnum og starfsmönnum liða í Pepsi-deildum auk stjórnarmanna er boðið á samkomuna og eru aðildarfélög vinsamlegast beðin um að skila inn áætluðum fjölda gesta frá sínu félagi eigi síðar en 29. september nk.

Upplýsingar sendist á Margréti Elíasdóttur – margret@ksi.is

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir sérstaklega velkomnir á samkomuna


Samstarfsaðilar