Fréttir


Þórðar Þórðarson áfram þjálfari ÍA

26-09-2009

Í gær var undirritaður samningur milli Þórðar Þórðarsonar og Knattspyrnufélags ÍA um að Þórður haldi áfram þjálfum meistaraflokks liðsins í knattspyrnu auk þess sem hann mun sinna ýmsum öðrum verkefnum í knattspyrnulegri uppbyggingu félagsins sem yfirþjálfari. 

Stjórn Rekstrarfélags KFÍA væntir mikils af samsatarfinu við Þórð enda er hann vel menntaður þjálfari með mikla reynslu af knattspyrnu innanlands og utan auk þess sem allir þekkja til metnaðar hans og dugnaðar.  Samningurinn við Þórð er ekki til ákveðins tíma heldur með hefðbundum launamanna uppsagnarfresti. 

 


Samstarfsaðilar