Fréttir


Bikarúrslitaráðstefnur KSÍ og KÞÍ 3. og 4. október

28-09-2009

Eins og undanfarin ár verða haldnar bikarúrslitaráðstefnur í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikar karla og kvenna.  Úrslitaleikirnir fara fram sömu helgina að þessu sinni, laugardaginn 3. október leika Fram og Breiðablik hjá körlum en sunnudaginn 4. október mætast Valur og Breiðablik hjá konum.

 

Það er Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sem heldur ráðstefnuna í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands og hafa þessir viðburðir verið vel sóttir af þjálfurum.  Nánari dagskrá og upplýsingar um verð verða birt síðar þegar nær dregur en þjálfarar eru hvattir til þess að taka þessa daga frá.


Samstarfsaðilar