Fréttir


Guðmundur Benediktsson tekinn við Selfyssingum

30-09-2009
Guðmundur Benediktsson hefur verið ráðinn þjálfari Selfyssinga en þetta kom fram á fréttamannafundi í félagsheimilinu Tíbrá nú rétt í þessu. Guðmundur skrifaði undir tveggja ára samning við Selfyssinga en hann mun einnig leika með liðinu.
Guðmundur tekur við Selfyssingum af Gunnlaugi Jónssyni sem hætti hjá félaginu á dögunum og tók við liði Vals.   Í sumar lék Guðmundur með KR í Pepsi-deildinni en hann kom aftur til félagsins síðastliðið haust eftir fjögurra ára dvöl hjá Val.

Guðmundur hefur ekki þjálfað meistaraflokk áður en í sumar reyndu Valsmenn að fá hann til að taka við liðinu. KR hafnaði hins vegar tilboði Vals um að fá Guðmund og því varð ekkert úr því að hann tæki við liðinu.

Selfyssingar munu leika í Pepsi-deildinni næsta sumar en liðið sigraði fyrstu deildina í sumar.

Samstarfsaðilar