Fréttir


Leifur með nýjan samning við Víking

02-10-2009

Leifur Sigfinnur Garðarsson þjálfari 1. deildarliðs Víkings í knattspyrnu verður áfram við stjórnvölinn hjá liðinu og hefur hann skrifað undir nýjan samning sem gildir út tímabilið 2011.  Leifur tók við þjálfun Víkingsliðsins fyrir tímabilið og undir hans stjórn hafnaði liðið í 9. sæti. Í fréttatilkynningu frá Víkingi segir;

,,Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Leif Garðarsson út keppnistímabilið 2011.  Á nýliðnu keppnistímabili steig Víkingur mikilvæg skref  í uppbyggingu sinni á framtíðarliði félagsins og er þáttur Leifs Garðarssonar í þeirri uppbyggingu mikill.  Því er hinsvegar ekki að leyna að vonbrigði eru með niðurstöðu sumarsins. 

Markmið félagsins um að komast í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu er það leiðarljós sem unnið er eftir á öllum vígstöðvum og hefur starfið í félaginu sjaldan verið öflugra.  Víkingur mun styrkja núverandi leikmannahóp fyrir komandi tímabil enda er það skýrt markmið að koma Víkingi í úrvalsdeild.“


Samstarfsaðilar