Fréttir


Vel heppnaðar ráðstefnur í tengslum við úrlitaleikina í VISA bikarnum

04-10-2009
KÞÍ í samvinnu við KSÍ stóðu fyrir ráðstefnum í tengslum við úrslitaleikina í VISA bikarkeppnum karla og kvenna.  Fjöldi knattspyrnuþjálfara mætti á ráðstefnurnar sem þóttu takast mjög vel.
 
 
 
 
Bikarúrlsitaráðstefna karla, laugardaginn 3. október 2009
 
Ráðstefnan hófst með ávarpi formanns KÞÍ, Sigurðar Þóris Þorsteinssonar
og gaf hann síðan ráðstefnustjóranum Jóhanni Gunnarssyni orðið og stjórnaði hann ráðstefnunni af miklu öryggi og röggsemi. 
Síðan tók Einar Friðrik Brynjarsson grasvallarfræðingur við með áhugaverðan fyrirlestur sem heitir :
Er hægt að lengja tímabilið á Íslandi með betri umhirðu knattspyrnuvalla og betra grasi ?  Fyrirlesturinn má sjá hér fyrir neðan, en niðurstaðan var sú að það er klárlega hægt að gera það.
 
 
Síðan tók Ólafur Jóhannesson þjálfari A - landsliðs karla við með fyrirlestur sem heitir, Er íslenska A - landslið karla á réttri leið ? Reynslan af þjálfun liðsins fyrstu tvö árin.  Í þessum fyrirlestri fór Ólafur vítt og breytt yfir allt sem viðkemur þjálfun landsliðsins fyrstu tvö árin hans.  Samskipti við alla sem koma að liðinu, stjórnarmenn, starfsmenn á skrifstofu KSÍ, starfsmenn leikjanna, aðstoðarmanna sinna og síðast en ekki síst samskipti við leikmenn.  Það er alltaf gaman að hlusta á Ólaf og hann nær alltaf vel athygli og segir óhikað sínar skoðanir.
 
Næstur kom Skapti Hallgrímsson og talaði um Bikarkeppni KSÍ í 50 ár.
Hann hefur ritað sögu bikarkeppni KSÍ s.l. 50 ár og getur fólk keypt þessa bók.
Skapti sýndi glærur og fór yfir það athyglisverðasta sem hefur gerst í sögu bikarkeppninnar.  Var mjög margt skondið sem hefur komið upp í gegnum árin og voru margir ráðstefnugestir sem könnuðust við margt af því sem hann sagði frá bæði síðan í gamla daga og síðustu ár. 
 
Að fyrirlestri Skapta loknum tók ráðstefnustjórinn Jóhann Gunnarsson við og stjórnaði liðnum, Liðin í úrslitaleiknum.  Spáð í spilin.  Þegar menn voru búnir að ausa úr viskubrunnum sínum og velta fyrir sér hvernig leikurinn myndi þróast mættu þjálfararar liðanna.  Fyrst kom Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks og síðan kom Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram.  Þeir gerðu þetta á mjög ólíkan en skemmtilegan hátt.
 
Þegar þeir voru búnir að segja frá því hvernig liðin undirbjuggu sig fyrir leikinn og hvernig þeir sáu hann þróast sleit Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ ráðstefnunni og ráðstefnugestir fengu sér að borða og fóru síðan út og horfðu á spennandi og skemmtilegan úrslitaleik.

Bikarúrslitaráðstefna í tengslum við bikarúrslitaleik kvenna, sunnduaginn 4. október
 
Ráðstefnanan hófst með ávarpi formanns KÞÍ, Sigurðar Þóris Þorsteinssonar.
Hann gaf ráðstefnustjóranum Úlfari Hinrikssyni orðið og stjórnaði hann ráðstefnunni af miklu öryggi og röggsemi.
 
Síðan tók Þorlákur Már Árnason þjálfari U17 landsliðs kvenna og yfirþjálfari yngri flokkar Stjörnunnar við og var með fyrirlestur sem heitir, Munur á þjálfun stúlkna og pilta.  Í þessum fyrirlestri fór Þorlákur eða Láki eins og hann er oftast kallaður yfir muninn á þjálfun stúlkna og pilta en hann hefur reynslu af því og þó meiri reynslu af þjálfun pilta og það kom því mörgum á óvart að hann skyldi taka við þjálfun U17 kvenna.  Fyrirlestur Láka má sjá hér :
 
 
 
Næst kom Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari U19 landsliðs kvenna með fyrirlestur sem heitir, Leiðin í úrslit.  Í þessum fyrirestri fór Óli yfir þann tíma sem hann hefur þjálfað  U19 kvenna, hvað hefur breyst og þróunina síðustu ár og að sjálfsögðu leiðina í lokakeppni U19, fyrirlestur Óla má sjá hér fyrir neðan.
 
 
  
Því næst kom Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A - landsliðs kvenna og fræðslustjóri KSÍ með fyrirlestur sem heitir, Ísland í lokakeppni EM 2009.
Í þessum fyrirlestri fór Siggi Raggi yfir það hvernig hann og aðstoðarmenn hans hafa byggt upp lansliðið síðan hann tók við og hvaða leiðir hann og hans fólk fór til að ná A - landsliði í fyrsta sinn í lokakeppni á stórmóti í knattspyrnu.
Fyrirlestur Sigga Ragga má sjá hér fyrir neðan
 
 
 
Þorkell Máni Pétursson kom síðan og spáði í spilin varðandi úrslitaleikinn og fór yfir ýmiss atriði sem höfðu gerst hjá liðunum í sumar, markaskorun föst leikatriði og þess háttar.  Hann fór yfir styrkleika og veikleika liðanna og hvernig hann sá leikinn þróast.
 
 
Að lokum komu þjálfarar liðanna, Gary Gary Wake þjálfari Breiðabliks og Freyr Alexandersson þjálfari Vals og sögðu okkur hvernig þeir lögðu leikinn upp og hvað þeir höfðu gert í vikunni fyrir leikinn.  Að því loknu sleit Sigurður Þórir Þorsteinsson Formaður KÞÍ ráðstefnunni og ráðstefnugestir fengu sér að borða og fóru síðan út og horfðu á úrsltitaleikinn.

Samstarfsaðilar