Fréttir


Tvö KSÍ II þjálfaranámskeið í október

06-10-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23. - 25. október og hins vegar 30. október - 1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi.

Námskeiðin eru haldin í Fræðslusetri KSÍ í Laugardal (bóklegir tímar) og í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi (verklegir tímar). Námskeiðsgjaldið er kr. 15.000,-

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar á dagur@ksi.is: nafn, kennitala, símanúmer, tölvupóstfang og félag.

Einnig er hægt að skrá sig með því að hringja í síma 510-2977.

Dagskrá námskeiðanna er í vinnslu og verður auglýst síðar.Samstarfsaðilar