Fréttir


Jóhannes Karl tekur við Breiðabliki

07-10-2009

Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Jóhannes Karl hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu tvö ár. Hann tekur við af Gary Wake sem sagði starfi sínu lausu um helgina þegar keppnistímabilinu lauk.

Samningur Jóhannesar Karls  og Breiðabliks er til tveggja ára.Breiðablik hafnaði í öðru sæti bæði í úrvalsdeild, Pepsi-deildinni, og í Visa bikarnum á nýafstaðinni leiktíð. 


Samstarfsaðilar