Fréttir


Alfreð Elías Jóhannsson tekur við BÍ/Bolungarvík

16-10-2009
Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík en skrifað var undir þriggja ára samning þess efnis í hádeginu.  Alfreð, sem er 33 ára, mun einnig spila með BÍ/Bolungarvík en hann tekur við liðinu af Dragan Kazic.
 
Í sumar lék Alfreð Elías með Víkingi Ólafsvík fyrri hluta sumars en í lok júlí skipti hann í Stjörnuna þar sem hann spilaði fimm leiki í Pepsi-deildinni.  Á ferli sínum hefur Alfreð einnig leikið með Grindavík, Njarðvík, GG og Sindra. Alfreð er að upplagi framherji en hann lék einnig í miðri vörninni hjá Víkingi Ólafsvík.  BÍ/Bolungarvík lék í annarri deildinni í fyrsta sinn í mörg ár í sumar en liðið endaði þá í fimmta sæti.
 
Frétt af fotbolti.net

Samstarfsaðilar