Fréttir


Afturelding

Izudin Daði Dervic tekur við Aftureldingu

Þjálfaði síðast Hauka sumarið 2005

16-10-2009
Izudin Daði Dervic hefur verið ráðinn þjálfari Aftureldingar en skrifað var undir samning þess efnis nú síðdegis.  Dervic er að snúa aftur í fótboltann en hann þjálfaði Hauka síðast sumarið 2005 er liðið endaði í þriðja neðsta sæti 1. deildar.
 
Izudin Daði tekur við starfinu af Ólafi Ólafssyni sem hefur þjálfað Aftureldingu undanfarin ár en hætti síðastliðið haust. Ólafur er íþróttastjóri Víkings.

Afturelding féll úr 1. deildinni í sumar og því er ljóst að liðið mun leika í 2. deildinni næsta sumar.  Izudin Daði Dervic var á árum áður öflugur leikmaður í efstu deild hér á landi og spilaði með nokkrum félögum.
 
Frétt af fotbolti.net

Samstarfsaðilar