Fréttir


Ásmundur áfram með Gróttu

20-10-2009

Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við Ásmund Haraldsson um áframhaldandi þjálfun á meistaraflokki Gróttu í karlaflokki. Undir stjórn Ásmundar vann Grótta 2. deild karla í sumar og leikur lið félagsins í fyrsta sinn í næst efstu deild á næsta keppnistímabili.

Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við Ásmund Haraldsson um áframhaldandi þjálfun á meistaraflokki Gróttu í karlaflokki. Undir stjórn Ásmundar vann Grótta 2. deild karla í sumar og leikur lið félagsins í fyrsta sinn í næst efstu deild á næsta keppnistímabili.

Ásmundur var kosinn þjálfari ársins í lok tímabilsins af þjálfurum og fyrirliðum 2. deildar. Grótta mun leika í 1. deild að ári í fyrsta skipti í sögu félagins en félagið hefur nýja aðstöðu sem uppfyllir allar kröfur KSÍ varðandi 1. deildina.

Ásmundur var einnig endurráðin sem yfirþjálfari alla yngri flokka Gróttu og sér samhliða um þjálfun á 6. og 7 flokki karla.

„Stjórn knattspyrnudeildar lýsir yfir mikilli ánægju með að Ásmundur haldi áfram að efla meistaraflokk Gróttu og alla yngri flokka félagins. Hann hefur náð glæsilegum árangri að vinna félagið úr 3. deild í 1. deildina á 3 árum og hann býr yfir  dýrmætri reynslu sem leikmaður og þjálfari. Ásmundur hefur þann metnað sem þarf til að halda félaginu í 1.deild  á næsta ári og vinna fleiri titla“, segir Hilmar S. Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Gróttu í yfirlýsingu frá félaginu.


Samstarfsaðilar