Fréttir


Adólf Ingvi þjálfar Árborg áfram

22-10-2009
Adólf Ingvi Bragason mun áfram þjálfa 3. deildarlið Knattspyrnufélags Árborgar og skrifaði hann undir samning þess efnis á Selfossi í gærkvöldi.

Adólf hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár og en liðið hefur undir hans stjórn endað í 3.sæti í riðlakeppni 3.deildar bæði árin ásamt því að vinna C-deild Lengjubikarsins síðasta vor.

Skrifað var undir samninginn á bóka- og skjalasafni félagsins en þessa dagana er unnið að ritun bókar um sögu Árborgar í tilefni af 10 ára afmæli félagsins á næsta ári.
 
Frétt af fotbolti.net

Samstarfsaðilar