Fréttir


Jón Páll Pálmason tekur við Hetti

28-10-2009
Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs Hattar á Egilsstöðum og skrifaði undir samning við félagið í dag.  Jón Páll samdi við Hött til eins árs.  Jón Páll sem er 27 ára gamall hefur þjálfað alla yngri flokka FH undanfarin ár en hann hóf þjálfaraferil sinn haustið 2003.

Á þeim tíma hefur hann orðið Íslandsmeistari sex sinnum með 4. 5. og 6. flokki auk þess þess að hafa unnið Shell mótið í Vestmannaeyjum og N1 mótið á Akureyri.

Jón Páll tekur við starfinu af Njáli Eiðssyni sem þjálfað hefur Hött undanfarin ár en hætti með liðið nú í haust.

Samstarfsaðilar