Fréttir


Ráðstefna AEFCA í Minsk í Hvíta Rússlandi

29-10-2009
Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ fóru á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin var í Minsk í Hvíta Rússlandi 24. - 28. október. 
 
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Guus Hiddink landsliðsþjálfari Rússlands, Gérard Houllier tæknilegur ráðgjafi hjá franska knattspyrnusambandinu og fyrrum þjálfari Liverpool, Bernd Stange landsliðsþjálfari Hvíta Rússlands og Andy Roxburgh frá UEFA.  Vænta má mikils fróðleiks frá þeim félögum, en skýrsla um ráðstefnuna verður sett á heimasíðuna um leið og hún verður tilbúin.
 

Samstarfsaðilar