Fréttir


Steinar Ingimundarson þjálfar kvennalið Keflavíkur

29-10-2009
Keflavík hefur ráðið Steinar Ingimundarson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins en hann tekur við starfinu af Elvari Grétarssyni sem þjálfaði liðið síðasta árið.   Steinar gerði samning við Keflavík til eins árs. Skrifað var undir samninginn í K-húsinu í gærkvöldi.
 
Steinar var síðast þjálfari hjá Víði í Garði og var hjá þeim síðastliðin þrjú ár. Keflavík mun spila í 1. deildinni næsta tímabil og er mikill og góður hugur hjá leikmönnum, þjálfara og stjórn að koma liðinu aftur í efstu deild. Steinar mun hefja æfingar strax í næstu viku.

Samstarfsaðilar