Fréttir


Þjálfari meistaraliðs bandarísku atvinnumannadeildar kvenna heldur fyrirlestur í Smáranum föstudaginn 6. nóvember

02-11-2009
Pauliina Miettinen er verðandi þjálfari Sky Blue frá New Jersey.  Hún mun stjórna opinni æfingu í Fífunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 18.00-19.00. Strax í kjölfarið, eða kl. 19.15-20.30 heldur hún fyrirlestur um þjálfun í kvennaknattspyrnu í Smáranum.  Æfingin og fyrirlesturinn er öllum opin og ókeypis er fyrir félagsmenn KÞÍ en aðrir borga 500 krónur.
 
Pauliina Miettinen – Þjálfari Sky Blue
Miettinen hóf þjálfaraferil sinn 1999 sem aðstoðarþjálfari Franklin Pierce háskólans og hjálpaði liðinu að landa fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Árið 2001 flutti hún sig um set til Barry University í Flórída og var aðstoðarþjálfari þar í þrjú tímabil áður en hún flutti sig um set og varð partur að þjálfarateymi Florida State háskólans árið 2005. Undanfarin ár hefur Miettinen þjálfað FC Kontu og PK-35 í Finnlandi en tekur nú við Sky Blue frá New Jersey, meistaraliði bandarísku atvinnumannadeildarinnar.
 
Með Sky Blue leika margir sterkir leikmenn, þar á meðal bandarísku landsliðskonurnar Christie Rampone, Carli Lloyd og Natasha Kai ásamt landsliðskonum frá Brasilíu og Englandi. Hólmfríður Magnúsdóttir mun leika í deildinni á næsta ári hjá Philadelphia Independence.
 
Látið ekki þennan einstaka viðburð framhjá ykkur fara.
 

Samstarfsaðilar