Fréttir


KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum

09-11-2009

Helgina 20. - 22. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands halda 1. stigs þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Auk þess mun KSÍ halda unglingadómaranámskeið á sunnudeginum. Bæði þessi námskeið eru opin öllum sem áhuga hafa.

 

Opnað hefur verið fyrir skráningu en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með upplýsingum um kennitölu, heimilisfang, símanúmer og félag.  Einnig er hægt að hringja í síma 510-2977. Námskeiðsgjaldið á þjálfaranámskeiðið er kr. 15.000.

Hægt er að skrá sig eingöngu á unglingadómaranámskeiðið en það námskeið er ókeypis.

Dagskrá


Samstarfsaðilar