Fréttir


Guðrún Jóna tekur við KR

19-11-2009
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður aðalþjálfari meistaraflokks kvenna. Hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR.
 

Kristrún Lilja Daðadóttir verður aðstoðarþjálfari mfl. og Björgvin Karl Gunnarsson þjálfar 2. fl. kvenna. Þessi þrjú mynda því þjálfarateymi mfl. og 2. fl. kvenna.

Guðrún Jóna er leikjahæst KR-inga með 336 leiki á árunum 1985 til 2004. Hún skoraði 143 mörk í þessum leikjum og er fimmti markahæsti KR-ingurinn.

Kristrún kom til starfa hjá KR í fyrra, þá sem þjálfari 2. fl. kvenna. Síðastliðið vor tók hún við þjálfun mfl. kvenna ásamt Írisi Björk Eysteinsdóttur.

Björgvin þjálfar hjá KR í fyrsta sinn. Hann hefur m.a. leikið með Hetti og Fjarðabyggð og þjálfað kvennalið sömu félaga. Hann þjálfaði einnig mfl. karla hjá Hetti árið 2002.

Samstarfsaðilar