Fréttir


Fundargerð aðalfundar KÞÍ

21-11-2009
Sigurður Þórir býður fundarmenn velkomna og stingur upp á Bjarna Jóhannssyni sem fundarstjóra og Arnari Bill Gunnarssyni sem fundarritara. Samþykkt með dynjandi lófaklappi.
 
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar: Sigurður Þórir formaður KÞÍ (sjá nánar skýrslu stjórnar)
2. Reikningar félagsins: Ómargjaldkeri KÞÍ fer yfir (sjá nánar skýrslu stjórnar)
3. Umræður um skýrslu stjórnar eða reikninga
Bjarni Stefán Konráðsson biður um orðið. Fjallar um væntumþykju sína í garð félagsins og hrósar félaginu fyrir öflugt starf á árinu. Segir frá því að vextir af reikningum félagsins 2009 jafngildi innkomu félagsgjalda 1993 þegar hann ásamt fleirum tóku við erfiðu búi KÞÍ. Skuldir þess tíma miklir m.a. vegna þess að KSÍ borgaði ekki árgjald evrópska knattspyruþjálfarafélagsins.
 
Skýrsla stjórnar og reikningar samþykktir með lófataki
 
4. Lagabreytingar
Engar lagabreytingatillögur.
5. Kosningar í stjórn
Kosið um meðstjórnanda til tveggja ára. Úlfar Hiniksson endurkjörinn með 12 atkvæði gegn 5 atkvæðum Þórarins Engilbertssonar.
 
Kosið um 2 sæti í varastjórn. Í framboði voru Þórir Bergson, Þórarinn Engilbertsson, Theódór Sveinjónsson og Guðmundur Brynjólfsson.  Jóhann Gunnarsson gefur ekki kost á sér áfram.
Atkvæði skiptust eftirfarandi;
Þórir 15 atkvæði
Theódór 9 atkvæði
Þórarinn 8 atkvæði
Guðmundur 4 atkvæði.
 
Í varastjórn til eins árs eru því kosnir Þórir Bergsson og Theódór Sveinjónsson.
 
6. Kosningar skoðunarmanna reikninga
Endurkjörnir Birkir Sveinsson og Halldór Þorsteinsson.
 
7. Árgjald
Ómar Jóhannsson stingur upp á því að árgjald 2009-2010 verði hækkað úr 3000 kr. í 3500. Kr. Kemur því á framfæri að ef árgjaldið fylgdi vísitölu neysluverðs, þá væri það 4200 kr.
 
Bjarni Stefán kemur í pontu og segist í grunninn mótfallinn hækkun, en setur sig ekki upp á móti því. Telur það réttlætanlegt vegna kostnaðar við gjafir.
 
Nýtt árgjald 3500 kr. Samþykkt með 15 atkvæðum gegn 2 atkvæðum.
 
8. Önnur mál
 
Ólafur Jósefsson stígur í pontu og tilkynnir að stjórn knattspyrnudeildar Hamars í Hveragerði skyldi alla þjálfara félagsins til að vera meðlimir í KÞÍ. Hvetur önnur félög til að gera slíkt hið sama.
Ólafur vill að KÞÍ leggi til peninga í vinnu við að bæta lista yfir þjálfara á Íslandi. Vill m.a. að þar komi fram hver þjálfi hvar svo hægt sé að boða til funda í hverjum landshluta fyrir sig.
 
Sigurður Þórir er næstur í pontu og upplýsir fundarmenn um það að reynt hafi verið tvívegis að halda matarfund á Akureyri en hætt við í bæði skiptin vegna dræmrar þátttöku.
Sigurður segir ennfremur frá því að KÞÍ hafi ákveðið að allir þeir sem fari á KSÍ 1 þjálfaranámsekið fá sitt fyrsta ár í KÞÍ frítt og stjórnarmenn hafi gert sé ferð á KSÍ 1 og KSÍ 2 og gefið skeiðklukkur.
 
Bjarni Stefán Konráðsson er ánægður með aukinn áhuga á aðalfundinum og það skuli fara fram kosningar um embætti. Honum finnst tímabært að KÞÍ setji siðareglur og þá sérstaklega vegna nýlegra frétta um framferði fjálmalastjóra KSÍ. Vill að félagið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það biður þjálfara landsins að gæta siðferðis í starfi og um leið koma því á framfæri að vandræðagangur KSÍ tengist ekkert KÞÍ.
Bjarni vill ennfremur að þjálfarar séu faglegir og nefnir þar sérstaklega í umgengni sinni við fjölmiðla. Nefnir Heimir Guðjónsson sem dæmi um þjálfara sem kann vel að umgangast fjölmiðlana.
Bjarni telur þróun í fræðslu þjálfara góð. Betri menntun þjálfara og umgjörð eru að hinu góða en honum finnst vanta upp á menntun stjórnarmanna. Hvetur KÞÍ til að beita sér fyrir bættri fræðslu stjórnarmanna.
 
Sigurður Þórir býður Geir Þorsteinsson formann KSÍ velkominn á fundinn. Hann tekur undir orð Bjarna um fræðslu stjórnarmanna. Kemur fram að ÍSÍ hafi verið með námskeið fyrir stjórnarmenn, en þá aðallega varðandi fjármál. Hann nefnir um leið að KÞÍ sé nú þegar farið að huga að siðareglum.  
 
Geir Þorsteinsson stígur í pontu og byrjar á að hrósa sterkum fjárhag KÞÍ. Hann nefnir að honum finnist of fáir þjálfarar úr efri deildum á staðnum. Nefnir að KÞÍ standi sig vel en félag dómara hafi liðið undir lok á tíunda áratugnum. Hann nefnir að aukin fræðsla þjálfara komi í veg fyrir stöðnun í stéttinni og talar um að KSÍ ætli sér að efla samstarf við erlend knattspyrnusambönd. Að lokum þakkar hann fyrir gott samstarf.
 
Halldór Halldórsson fjallar um eigin reynslu varðandi umgengni við börn með frávikshegðun. Hann hvetur KÞÍ að efla til fræðslu um hvernig ber að umgangast og þjálfa börn með fráviks hegðanir. Að lokum gefur hann KÞÍ myndefni úr þjálfaraferð KÞÍ til Hollands í október 2008.
 
9. Viðurkenningar Þjálfara 2009
Þjálfari ársins í Pepsídeild karla 2009 – Heimir Guðjónsson
Þjálfari ársins í Pepsídeild kvenna – Freyr Alexandersson
Viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þjálfun barna og unglinga;
Magnea Helga Magnúsdóttir
Ólafur Jósefsson
Pétur Ólafsson
Þorsteinn Hreiðar Halldórsson
 
Formaður slítur fundi.
 
Fundarritari
Bill 2009

Samstarfsaðilar