Fréttir


Heimir og Freyr þjálfarar ársins í efstu deildum karla og kvenna

21-11-2009
 
Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2009 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslandsmeistara Vals voru útnefndir þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2009. 

 

Heimir Guðjónsson

Heimir Guðjónsson hóf knattspyrnuferil sinn hjá KR og spilaði í meistaraflokki frá 1986-2005. Hann spilaði 254 leiki í efstu deild með KR, KA,ÍA og FH og skoraði 21 mark í þeim leikjum. Hann varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með FH og tvisvar sinnum Bikarmeistari með KR. Heimir spilaði 12 U17 landsleiki, 5 U19, 2 U21 og 6 A-landsleiki.

Heimir starfaði sem aðstoðarþjálfari FH 2006-2007. Hann var síðan aðalþjálfari FH sem varð Íslandsmeistari 2008 og aftur núna 2009.

 

 

 

 

Freyr Alexandersson

Freyr Alexandersson leiddi meistaraflokk kvenna Vals til tvöfalds sigurs í ár. Er þetta þriðja árið í röð sem að hann er Íslandsmeistari með Valsliðinu. Fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá Elísabetu Gunnarsdóttur sumarið 2007 og í fyrra þjálfaði hann og Elísabet Valsliðið í sameiningu til Íslandsmeistaratitils.
Freyr Alexandersson hóf þjálfaraferil sinn hjá Leikni árið 2002. Frá Leikni lá leið hans í Val þar sem að hann þjálfaði yngri flokka kvenna frá 2004 til 2007 er hann gerðist aðstoðarþjálfari mfl.kvenna Vals.     
Freyr er íþróttafræðingur og hefur lokið UEFA A gráðu í þjálfun hjá KSÍ.


Samstarfsaðilar