Fréttir


Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri flokka

21-11-2009
 
Magnea Helga Magnúsdóttir, Ólafur Jósefsson, Pétur Ólafsson og Þorsteinn Hreiðar Halldórsson hlutu viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Öll hafa þau lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.
 
 Magnea Helga Magnúsdóttir
 
Magnea Helga hefur lokið UEFA B gráðu í þjálfun hjá KSÍ. 
Magnea byrjaði að þjálfa hjá Breiðabliki fyrir átján árum ásamt því að spila með meistaraflokki félagins. Á þessum átján árum hefur Magnea þjálfað hjá Breiðabliki, Val, Stjörnunni, Haukum og Fjölni þar sem að hún þjálfar 4. og 5. flokk kvenna. 
Magnea var meðal fyrstu kvenleikmannanna sem fengu boð um að spila erlendis. Lék hún í Svíþjóð með Öxaback á árunum 1983-1984. Magnea lék líka í fyrsta kvennalandsliði Íslands, var sá leikur við Skota í Edinborg 20.september 1981.   

 

Ólafur Jósefsson

Leikmannsferill

Yngri flokkar hjá Fram og Val í Reykjavík
Meistaraflokkur Vals til ársins 1985
Hveragerði 1985 – 1989 í 3. og 4. deild
Fjölnir í 3. deild 1990
ÍR í 1. deild 1990 – 1992
Hamar í Hveragerði í 2. og 3. deild 1993 – 1999

Þjálfarastig

Barna-og unglingaþjálfarastig Knattspyrnusambands Íslands1985

A-þjálfarastig KSÍ 1994                                            
B-þjálfarastig KSÍ 1994                                             
C-þjálfarastig KSÍ 1995                                             
D-þjálfarastig KSÍ 1997-1998                                   
E-þjálfarastig KSÍ 1998-1999
EUFA B 2004
EUFA A 2007


Þjálfaraferill
1982              Valur Reykjavík Yngri flokkur kvenna, aðstoð í mfl. kvenna
1985-1989    UFHÖ Hveragerði Yngri flokkar karla og kvenna
1993-1999    Hamar Hveragerði Meistaraflokkur karla og yngri flokkar
2000-2007    ÍA Akranesi Yngri flokkar og yfirþjálfari
2007              KA/Kári Akranesi Meistaraflokkur karla
2009              Hamar Hveragerði Yngri flokkar og yfirþjálfari

  

Þorsteinn Hreiðar Halldórsson
Menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni 1992
Með UEFA A-þjálfaragráðu

Þjálfaraferill:
1992-1993 mfl kvenna hjá Fram
1995-1999 7.flokkur Þróttar
2000 2.flokkur Vals
2001 2.fl Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari mfl
2002-2004 mfl Hauka
2004-2009 2.flokkur Þróttar og stundum aðstoðarþjálfari mfl
2009 3.flokkur KR
 
Pétur Ólafsson
Þjálfaraferill
1988        Þjálfaði 2.fl. kvenna hjá K.A. og 4.flokk karla hjá sama félagi
1989        Þjálfaði 2.fl. kvenna hjá K.A. ásamt 3.fl. karla.
1990        Þjálfaði 7.fl. karla, 3.fl. karla hjá K.A.
1991        Þjálfaði Mfl kvenna og 3.fl karla hjá K.A.
1992        Þjálfaði Mfl. kvenna og 3.fl. karla hjá K.A.
1993        Þjálfaði 3.fl. karla og sá um markmannsþjálfun hjá M.fl. karla
1994        Þjálfaði 3.fl. karla og sá um markmannsþjálfun hjá M.fl. karla
1995        Þjálfaði 2. og 3.fl. karla hjá K.A.
1996        Frí frá þjálfun
1997        Þjálfaði Nökkva
1998        Þjálfaði Nökkva
1999        Þjálfaði Nökkva
2000        Þjálfaði Nökkva          Liðið endaði í 2.sæti í 3 deild og fór upp.
2001        Þjálfaði 1.deildarlið Dalvíkur 6sæti annar besti árangur frá upphafi
2002        Þjálfaði 2.flokk hjá K.A.
2003        Þjálfaði 2.flokk hjá K.A. og var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokk K.A.
2004        Þjálfaði Meistaraflokk Þórs
2005        Þjálfaði Meistaraflokk Þórs
2006        Þjálfaði 3. flokk KA
2007        Þjálfaði 3. flokk KA.
2008        Þjálfaði 4. flokk KA og yfirþjálfari yngri flokka félagsins
2009        Þjálfaði 4. flokk KA og yfirþjálfari yngri flokka félagsins
 
Einnig hefur Pétur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá blakdeild K.A.
 
Árangur
Íslandsmeistarar í 2.fl. kvenna 1988.
3.fl karla komst í undanúrslit á Íslandsmóti í 4 skipti af 6 á árunum 1990 til 1995.
3.fl karla var bikarmeistari norðurlands frá 1989 til 1995.
3.fl. karla íslandsmeistari 2007
Fjöldi Akureyrarmeistaratitla í yngri flokkum.
Nökkvi varð í öðru sæti 2000 og vann sæti í annari deild.
 
 

Samstarfsaðilar