Fréttir


Kristján þjálfar HB í Færeyjum

23-11-2009
Knattspyrnuþjálfarinn Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari færeyska meistaraliðsins HB. Tilkynnt var um ráðningu Kristjáns á fréttamannafundi hjá HB nú í morgun.
 
Kristján hefur undanfarna daga átt í viðræðum við HB og gat t.d. ekki mætt á aðalfund Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands s.l. föstudagskvöld vegna þessa, en Kristján er varaformaður KÞÍ.  Kristján, sem hætti sem þjálfari Keflavíkur eftir tímabilið í haust eftir fimm ára starf, gerði tveggja ára samning við HB.

Samstarfsaðilar