Fréttir


Hallur Ásgeirsson ráðinn þjálfari hjá Þrótti Vogum

01-12-2009
Hallur Kristján Ásgeirsson hefur verið ráðinn spilandi þjálfari 3. deildar liðs Þróttar Vogum og skrifaði undir eins árs samning við félagið í Vogunum í gærkvöldi.  Hallur, sem er 31 árs gamall, hefur spilað undanfarin ár með ÍH. Óhætt er að segja að Hallur hafi komið víða við en félagaskipti hans í Þrótt verða 25.félagaskipti hans á ferlinum.

 
 
Hallur hefur undanfarin ár verið að mennta sig í þjálfun en auk þess að þjálfaf Þrótt þá er hann að þjálfa yngriflokka hjá Val.

Hann tekur við Þrótti af Jakobi Jónharðssyni sem hefur þjálfað undanfarin ár. Jakob hætti með Þrótt nú í haust og tók í kjölfarið við Víði Garði.

,,Þróttur Vogum lýsir yfir mikilli ánægju að samningar náðust við Hall K. Ásgeirsson. Hallur á að baki glæsilegan feril, bindur félagið því miklar vonir við hans störf," segir í fréttatilkynningu frá Þrótti.

Samstarfsaðilar