Fréttir


Umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi

14-12-2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. KSÍ er heimilt að senda tvær umsóknir til Englands en Enska knattspyrnusambandið mun velja inn á námskeiðið um miðjan janúar.

Tveir íslenskir þjálfarar hafa lokið Pro Licence gráðu Enska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, lauk við Pro gráðuna sumarið 2008 og Guðjón Þórðarson lauk við Pro gráðuna í sumar. Tveir þjálfarar til viðbótar, þeir Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson, eru á Pro námskeiðinu sem er í gangi og munu væntanlega útskrifast næsta sumar.

Upplýsingar um námskeiðið og umsóknarferlið er að finna í skjali hér að neðan. Umsóknarfrestur er til 29. desember. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson í síma 510-2978 eða siggi@ksi.is.

Upplýsingar - UEFA Pro


Samstarfsaðilar