Fréttir


Þjálfaranámskeið KSÍ í janúar

21-12-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. janúar og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. janúar.  Námskeiðin fara bæði fram á höfuðborgarsvæðinu.  Dagskrá fyrra námskeiðsins er hér að neðan en dagskrá síðara námskeiðsins er enn í vinnslu og verður auglýst síðar.

 

Aðeins verða 25 þátttakendur teknir inn á fyrra námskeiðið (8.-10. janúar) og skilyrði er að þeir þátttakendur geti tekið þátt í verklegu tímum námskeiðsins. 25 fyrstu umsækendurnir á fyrra námskeiðið verða teknir inn. Námskeiðsgjaldið er 22.000 kr og þátttökurétt hafa allir sem lokið hafa við KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið. Meðal kennara á námskeiðinu helgina 8.-10. janúar verður Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svía.

Opnað hefur verið fyrir skráningu en hægt er að skrá sig með því að senda eftirfarandi upplýsingar á dagur@ksi.is eða hringja í síma 510-2977: Nafn, kennitala, símanúmer, tölvupóstfang og félag.

Dagskrá 8 - 10 janúar


Samstarfsaðilar