Fréttir


Reglugerðarbreytingar samþykktar af stjórn KSÍ

22-12-2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ.  Á meðal breytinga sem samþykktar voru er ný reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara og má sjá hana hér fyrir neðan.  

 

Reglugerð KSÍ um menntun þjálfara 

 

Í greinargerð um nýja reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara segir:  

Greinargerð:

Breytingarnar eru í meginatriðum þær að hlutverk aðalþjálfara er skilgreint nánar og gerðar eru kröfur um aukna menntun þjálfara í flestum eldri aldursflokkum.  Helstu ástæður fyrir auknum kröfum eru þær að fyrri kröfur um menntun voru í sumum tilfellum ekki nægar. Fjölmargir þjálfarar hafa lokið miklu þjálfaranámi hjá KSÍ og því þykir eðlilegt að setja markið örlítið hærra og auka kröfurnar um menntun.  Að auki eru felld út tímabundin ákvæði í gömlu reglugerðinni. 

Frestað er gildistöku á þeim greinum sem lúta að auknum menntunarkröfum þjálfara (grein 2.1.) til 1.nóvember 2010 til að gefa aðildarfélögunum aðlögunarfrest.  


Samstarfsaðilar