Fréttir


Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad DFF heldur fyrirlestur 3. janúar í boði KÞÍ

29-12-2009
Sunnudaginn 3. janúar kl 16:00 verður Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari sænska efstudeildarliðsins Kristianstad DFF með opinn fyrirlestur um reynslu sína í Svíþjóð í fræðslusetri KSÍ í Laugardal.
 
En eins og flestir þekkja þá tók Elísabet við Kristianstad DFF á haustmánuðum 2008.  Elísabet hélt liðinu í efstu deild á sínu fyrsta tímabili.  Í kjölfarið bauð félagið henni tveggja ára framlengingu á samningi sínum sem hún samþykkti fyrr í mánuðinum.  Mun Elísabet deila reynslu sinni með íslenskum þjálfurum og öðrum áhugasömum.
                                        
 
 

Samstarfsaðilar