Fréttir


KSÍ I þjálfaranámsskeið á Akureyri

06-01-2010
Helgina 15.-17. janúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Kennarar á námskeiðinu eru Freyr Sverrisson og Jóhannes Valgeirsson. Drög að dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan. Námskeiðið fer fram í félagsheimili Þórs en verklegi hluti námskeiðsins fer fram í Boganum.

 

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu: Nafn, kennitala, heimilisfang, gsm-símanúmer, tölvupóstfang, félag (ef við á).  Þátttökugjald er 15.000 kr.

Drög að dagskrá


Samstarfsaðilar