Fréttir


Þjálfaraferð til Englands

07-01-2010
KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Manchester United, Manchester City, Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 18-21 febrúar næstkomandi. Ekki er komið endanlegt verð á ferðina en gera má ráð fyrir verði á bilinu 130 þúsund þar sem innifalið er hluti af flugi, 3stjörnu hótel, The Britannia, námskeiðsgögn og leiðbeinendur, norskir og enskir, miði á leik Everton - Manchester United.
 
Fylgst verður með þjálfun hjá Akademíu hjá einhverjum af áðurgreindum félögum, fylgst með leikjum hjá unglingaliðum, rætt við þjálfara hjá viðkomandi Akademíu, rætt við "njósnara" félaganna, þjálfað (stýra hluta af æfingu) undir handleiðslu enskra þjálfara.  Við komum með upplýsingar með endanlegt verð um leið og þær berast.
 
Umsóknarfrestur er til 13 janúar næstkomandi.  Félagsmenn KÞÍ ganga fyrri í ferðina ef fleiri sækja um en í ferðina komast.  Mikilvægt er að láta vita af áhuga sem allra fyrst í póstfang KÞÍ kthi@kthi.is
 
Upplýsingar um ferðina á norsku (pdf-skjal) má finna hér :  http://www.dinesider.no/customer/016271/archive/files/Fotballtreneren/trenerturen2010.pdf
 
Stjórn KÞÍ

Samstarfsaðilar