Fréttir


Guðbjartur tekur við kvennaliði ÍR

21-01-2010
Guðbjartur Halldór Ólafsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá meistaraflokki kvenna ÍR í knattspyrnu og tók hann til starfa í byrjun janúar.  Guðbjartur kemur frá Höfn í Hornafirði og var leikmaður með Sindra, Aftureldingu og Njarðvík.  Guðbjartur er við nám í íþróttafræðum við Háskóla Íslands.

Guðbjartur tekur við starfinu af portúgölsku landsliðskonunni Liliana Martins sem spilaði einnig með liðinu á síðustu leiktíð en hefur gengið til liðs við FH.

 

Samstarfsaðilar