Fréttir


Þjálfurum býðst að fylgjast með námskeiðum þjálfara Arsenal

21-01-2010
Eins og flestir vita þá verður Arsenal soccer school með námskeið hjá KA á Akureyri dagana 14. til 18. júní í sumar.  Alls munu sex þjálfarar koma frá skólanum.  Nú býðst þjálfurum á Íslandi gott tækifæri til þess að fylgjast með þessum þjáfurum við störf og læra af þeim.   Þetta er frábært tækifæri til þess að endurmennta sig og fá nýjar og ferskar hugmyndir.

Þeir sem áhuga hafa á að vera aðstoðarmenn þessara þjálfara á meðan á námskeiðinu stendur vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Pétur í síma 861-2884 eða e-mail petur@port.is.

 

Samstarfsaðilar