Fréttir


Fjórir íslenskir þjálfara á leið til Englands

01-02-2010
KÞÍ tókst að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Manchester United, Manchester City, Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 18-21 febrúar næstkomandi. KÞÍ auglýsti eftir áhugasömum þjálfurum sem tilbúnir væru að fara í ferðina og sóttu nokkrir um.  Því miður komust ekki allir sem um sóttu en fjórir þjálfarar frá Íslandi fara á vegum norska knattspyrnuþjálfarafélagsins í ferðin og munu skila skýrslu sem birt verður hér fljótlega að ferð lokinni.  Þeir sem fara eru Gunnlaugur Kárason, Hannes Jón Jónsson, Vésteinn Gauti Hauksson og Þórarinn Einar Engilbertsson.
 
Fylgst verður með þjálfun hjá Akademíu hjá einhverjum af áðurgreindum félögum, fylgst með leikjum hjá unglingaliðum, rætt við þjálfara hjá viðkomandi Akademíu, rætt við "njósnara" félaganna, þjálfað (stýra hluta af æfingu) undir handleiðslu enskra þjálfara.  Við komum með upplýsingar með endanlegt verð um leið og þær berast.
 
Upplýsingar um ferðina á norsku (pdf-skjal) má finna hér :  http://www.dinesider.no/customer/016271/archive/files/Fotballtreneren/trenerturen2010.pdf
 
 

Samstarfsaðilar