Fréttir


Þjálfarar til Hollands

02-02-2010

Í dag halda ellefu yngri flokka þjálfarar héðan til Hollands en þar munu þeir kynna sér barna- og unglingaþjálfun.  Ferðin er hluti af verkefni UEFA en ásamt þjálfurum frá Íslandi verða þjálfarar frá Austurríki og Svíþjóð með í ferðinni.

Stutt er síðan að álíka verkefni var haldið hér á landi á vegum UEFA en þá komu fulltrúar frá þremur þjóðum og kynntu sér uppbyggingu kvennaknattspyrnu hér á landi.


Samstarfsaðilar