Fréttir


Ólafur Ingi Stígsson aðstoðar Óla Þórðar hjá Fylki

26-02-2010

Ólafur Ingi Stígsson fyrrverandi leikmaður Fylkis hefur orðið við beiðni Meistarflokksráðs Fylkis um að aðstoða Ólaf Þórðarson tímabundið við þjálfun meistarflokks félagsins, eða þar til gengið verður formlega frá ráðningu aðstoðarþjálfara. 

Ólafur þekkir vel til liðsins en hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.  Hann er einnig leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild.


Samstarfsaðilar