Fréttir


Þorleifur tekur við Fjölni

14-03-2010
Fjölnir hefur tilkynnt að búið sé að ráða þjálfara sem mun sjá um kvennalið félagsins næsta sumar.  Það er Þorleifur Óskarsson sem tekur við liðinu en hann var síðast þjálfari hjá Þrótti er hann stýrði liðinu ásamt Kristrúnu Lilju Daðadóttur eiginkonu sinni. 

 
Þorleifur hefur þegar hafið störf hjá Fjölni og stýrir liðinu í fyrsta leik í Lengjubikarnum 27. mars næstkomandi.  Fjölnir lék undir merkjum Aftureldingar/Fjölnis í efstu deild á síðustu leiktíð en samstarfinu var slitið að tímabilinu loknu og því teflir félagið fram liði í 1. deildinni.
 

Samstarfsaðilar