Fréttir


Fylkir fær keppnisleyfi þrátt fyrir að menntun aðstoðarþjálfara meistaraflokks sé ekki uppfyllt

17-03-2010

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í s.l. þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.  Eins og fram kemur í frétt hér fyrir neðan sendi KÞÍ bréf til leyfisráðs KSÍ þar sem KÞÍ vildi vekja athygli leyfisráðs á því að nokkurrar óánægju gætir á meðal þjálfara í efstu deildum karla og hjá þjálfurum með tilskilin réttindi til þess að þjálfa í efstu deildum.  

Athygli vekur að Fylkir er veitt keppnisleyfi þrátt fyrir að aðstoðarþjálfari félagsins uppfylli ekki kröfur um menntun, en Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðar þar sem krafa um aðstoðarþjálfara meistaraflokks og menntun hans er ekki uppfyllt. 

Sjá nánar frétt á ksi.is hér

Leyfisreglugerð KSÍ - útgáfa1,0

 


Samstarfsaðilar