Fréttir


Andrés Ellert ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar

24-03-2010
Andrés Ellert Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar út þetta tímabil og hefur störf strax í þessari viku, en Þorkell Máni Pétursson hafði hætt með liðið í síðustu viku vegna anna á öðrum vettvangi.

 
Andrés Ellert hefur strax störf með liðið og heldur með þeim í æfingaferð til Portúgals í næstu viku.  Hann hefur mikla reynslu af þjálfun og þjálfaði kvennalið Fjölnis tímabilið 2007 þegar liðið endaði í sjöunda sæti efstu deildar kvenna sem var besti árangur þess liðs frá upphafi. Hann hafði áður þjálfað Fjölni árið 2003 í 1. deild og 2004 í úrvalsdeild. 
 

Samstarfsaðilar