Fréttir


Gunnar Rafn í þjálfarateymi Selfoss

24-03-2010
Selfyssingar gengu á dögunum frá ráðningarsamning við Gunnar Rafn Borgþórsson sem þjálfara Selfossliðsins í knattspyrnu. 
Gunnar mun þjálfa liðið með Guðmundi Benediktssyni og þeim til aðstoðar verður áfram Ómar Valdimarsson.
 
Gunnar hefur verið yfirþjálfari yngri flokka félagsins undanfarin ár og hefur yfirumsjón með Knattspyrnuakademíu Íslands á Selfossi. Að auki hefur Gunnar leikið með Selfyssingum undanfarin ár en hann missti af síðasta tímabili vegna meiðsla.  Gunnar hefur aftur á móti æft og spilað með Selfyssingum í vetur og hann verður með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Við sama tilefni var undirritaður samningur við þá Halldór Björnsson markmannsþjálfara og Kjartan Kárason þrekþjálfara, en þeir hafa báðir starfað með Selfyssingum frá áramótum.

 

Samstarfsaðilar