Fréttir


Kristinn Guðbrandsson ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis

31-03-2010

Kristinn Guðbrandsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu næstu tvö tímabil, en hann var þjálfari hjá Víkingi Ólafsvík fyrri hluta síðasta tímabils.  Kristinn er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur en hann lék á árunum 1989-2001 með Keflavík og var aðstoðarþjálfari þar árin 2005-2007, ásamt því að hafa þjálfað 2. flokk félagsins um skeið.

Fylkismenn bjóða Kristinn velkominn til starfa, og þakka um leið Ólafi Stígssyni fyrir að hafa sinnt þessu starfi tímabundi, þrátt fyrir annir.

Frétt af fylkir.com

 


Samstarfsaðilar