Fréttir


Tveimur félögum veitt viðvörun vegna aðstoðarþjálfara

14-04-2010

Á fundum leyfisráðs 16. og 23. mars voru teknar fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla.  Við leyfisveitingu samþykkti leyfisráðið að vísa fjórum málum til aga- og úrskurðarnefndar til afgreiðslu.  Nefndin hefur nú tekið málin fyrir og úrskurðað samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðarinnar.

Tveimur félögum, Haukum og Fylki, var veitt viðvörun (fyrsta brot) þar sem krafa um aðstoðarþjálfara meistaraflokks og menntun hans (grein 35 í leyfisreglugerð) var ekki uppfyllt.


Samstarfsaðilar