Fréttir


Styrktarþjálfun unglinga

15-04-2010

Námskeiðinu sem vera átti laugardaginn 17. apríl hefur verið frestað til 24. apríl vegna erfiðleika í flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 

Ertu að þjálfa börn og unglinga? Ertu smeyk/-ur við að láta þau gera styrktaræfingar? Ertu óviss um hvort þú hvað þau þola mikið?  Sumir segja að börn og unglingar eigi ekki að stunda styrktarþjálfun en það er skrýtin lífspeki þegar við vitum að börn og unglingar reyna mikið á líkamann í íþróttum. Þau hoppa, taka spretti, fara í tæklingar og þau meiðast líka. Hvað heldur þú? 

Keilir kynnir eins dags námskeið í styrktarþjálfun unglinga laugardaginn 24. apríl. Leiðbeinandi er Einar Einarsson, sjúkraþjálfari M.Sc.

Íþróttaiðkun barna og unglinga hefur aukist mikið á síðustu árum. Æfingum hefur fjölgað og unglingar æfa gjarnan fleiri en eina íþróttagrein. Til að líkaminn þoli álagið er nauðsynlegt að stunda styrktarþjálfun en á því er oft misbrestur og engin þjálfun er stunduð eða hún er útfærð á rangan hátt. Börn og unglingar hafa ekki náð fullkomnu valdi á hreyfingum sínum en stunda samt íþróttir af miklu kappi. Of mikið álag og röng þjálfun getur myndað vöðvaójafnvægi í líkamanum.

Á þessu mikla vaxtarskeiði ævinnar er mikilvægt að læra rétt hreyfimunstur og rétta útfærslu æfinga.  Það mun bæta frammistöðu og draga úr meiðslahættu í framtíðinni.

Samkvæmt Amercian College of Sport Medicine ættu unglingar tvímælalaust að stunda styrktarþjálfun og margar rannsóknir styðja það þar sem sýnt hefur verið fram á minni meiðslatíðni íþróttum og leikjum eftir styrktraprógram. Það er þó bent á að hér er átt við fjölbreytta almenna styrktarþjálfun en ekki keppnislyftingar svo sem  kraftlyftingar eða ólympiskar lyftingar.

Námskeiðið er sérstaklega ætlað íþróttafræðingum, einkaþjálfurum, íþróttaþjálfurum og sjúkraþjálfurum og öðrum þeim sem sinna styrktarþjálfun unglinga.


Um námskeiðið

Til að styrktarþjálfun unglinga verði markviss þarf að gera góða greiningu á hreyfifærni.

Á námskeiðinu verður farið í hvernig hægt er að greina veikleika í hreyfikerfinu með prófunum og kynntar æfingar gegn helstu vandamálum sem geta komið til vegna vöðvaójafnvægis.

Farið verður í uppbyggingu styrktarþjáflunar unglinga og frammistöðupróf til að meta árangur af þjálfuninni. Sérstök áhersla er lögð á æfingar með eigin líkamsþyngd auk æfinga með léttum lóðum jafnvægistækjum og teygjum. Æfingarnar sem um ræðir eru krefjandi fyrir hreyfistjórnunarkerfi líkamans en eins er hægt að gera mjög erfiðar styrktaræfingar án þungra lóða. Einnig verða kynntar nýjungar í liðleikaþjálfun.


Staður og stund

Námskeiðið verður haldið hjá Keili á Ásbrú, laugardaginn 24. apríl klukkan 10:00 - 15:00.


Verð og skráning

Námskeiðsgjald er 14.900 krónur. Innifalinn er léttur hádegisverður. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal til staðfestingar um að hafa lokið námskeiðinu.

ÍAK einkaþjálfarar og ÍAK einkaþjálfaranemar fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráðu þig á námskeiðið á namskeid@keilir.net

Við skráningu þarf að koma fram:

  • Nafn þátttakanda
  • Kennitala þátttakanda
  • Þjálfunarsvið (einkaþjálfun, íþróttaþjálfun, sjúkraþjálfun eða annað)
  • Nafn greiðanda
  • Kennitala greiðanda
  • Heimilisfang greiðanda

Skráningu lýkur föstudaginn 9. apríl.

Þátttakendur eru hvattir til að kanna námskeiðsstyrki hjá sínum stéttarfélögum og/eða íþróttafélögum.

Við vekjum athygli á því að samkvæmt 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, telst til rekstrarkostnaðar kostnaður við námskeið sem tengjast starfinu beint. Tekur það m.a. til námskeiða sem ætluð eru til viðhalds menntun í starfsgrein viðkomandi aðila og til þess að fylgjast með nýjungum í starfsgreininni.


Greiðsluskilmálar

Þátttakandi sem skráir sig á námskeiðið samþykkir með skráningunni að greiða uppsett námskeiðsgjald.  

Hætti þátttakandi við að taka þátt í námskeiðinu skal hann tilkynna það með tölvupósti ánamskeid@keilir.net minnst viku áður en námskeiðið hefst. Berist tilkynningin innan viku áður en námskeiðið hefst fellur til skráningar- og umsýslugjald, kr. 5.000. 

Ef þátttakandi skráir sig ekki úr námskeiðinu eða hættir eftir að það er hafið áskilur Keilir sér rétt til þess að innheimta allt að 100% af námskeiðsgjaldi.


Samstarfsaðilar