Fréttir


Fyrirlestur um afreksþjálfum efnilegra leikmanna í Danmörku

21-04-2010
Knattspyrnuþjálfararfélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00-18:30

 

 

Fyrirlesari er Steen Gleie en hann er starfsmaður danska knattspyrnusambandsins. Steen Gleie hefur umsjón með uppsetningu afreksþjálfunar efnilegra leikmanna í Danmörku. Danska sambandið og félögin í Danmörku vinna náið saman að uppbyggingu efnilegra leikmanna og Steen mun útskýra hvernig samstarfinu er háttað og hvaða áhersluatriði unnið er með.

Fyrirlesturinn gildir sem endurmenntun fyrir UEFA-B og UEFA-A þjálfara.

Fyrirlesturinn er opinn öllum.

Frítt er á fyrirlesturinn fyrir félagsmenn KÞÍ en aðrir borga 500 krónur.

Skráning stendur yfir en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með upplýsingum um nafn og kennitölu eða með því að hringja í síma 510-2977.


Samstarfsaðilar