Fréttir


Kynningarfundur um meistaranám í íþróttafræði

21-04-2010

Kynningarfundur um nýtt meistaranám  verður mánudaginn 26. apríl, kl. 16:00-17:00 í Háskólanum í Reykjavík  að  Menntavegi 1, Nauthólsvík, í stofu M 1.01 BELLATRIX (innst á ganginum til vinstri á fyrstu hæð).

 

Á fundinum gefst gestum kostur á að kynna sér námið og ræða við kennara og starfsfólk íþróttafræðisviðs HR.

  •   MSc í þjálffræði íþrótta – Exercise Science and Coaching
  •   MEd í íþrótta- og uppeldisfræði – Sport Education


Í fyrsta sinn á Íslandi gefst tækifæri til að mennta sig til meistaraprófs í íþróttaþjálfun, en MSc í íþróttafræði (þjálffræði íþrótta) er námsbraut sem er sérstaklega hönnuð fyrir þá sem hafa áhuga á íþróttaþjálfun og rannsóknum íþrótta. MEd í íþrótta- og uppeldisfræði er námsbraut sem ætluð er þeim sem vilja sérhæfa sig í íþróttakennslu og lífsstílsfræði.

Upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu skólans http://www.hr.is/kld

Meistaranám_HR_kynningarbréf.pdf


Samstarfsaðilar